Thursday, May 24, 2012

"Þegar mannréttindi eru brotin er allt hægt"

Jæja. Það var þá. Fílarnir létu loks sjá sig. Mörg loforð voru gefin um að þeir myndu setja inn fullt af allskonar skemmtilegu þrátt fyrir að vera í svona skólaprófum og sumarvinnum og fullt af öllu. En svo varð ekki raunin. Það kom bara ekkert skemmtilegt hingað inn, ekki einu sinni neitt leiðinlegt. Það var ekki fallega gert. En fílarnir kunna sína mannasiði og biðjast velvirðingar á þessu og vona að gott fólk eins og Bössi, Hlössi og Fílabeinsturnasystkinunum hafi ekki orðið meint af þessu afskiptaleysi fílana.
Að öðrum málum.
Fílarnir og ADHD kisan er miklir Júró aðdáendur eins og áður hefur komið fram. Þeir ætluðu að taka hvert eitt og einasta lag fyrir og greina það, leita að leyndum táknum í textum og framsetningu og semja að minnsta kosti eina samsæriskenningu frá hverju landi.
Þeir nenntu því ekki.
ADHD kisan nennti því alveg en langaði líka í tívolíið í Smáralind og gat ekki gert bæði í einu og þurfti að velja.
En þeir horfðu að sjálfsögðu á fyrri undankeppnina á þriðjudaginn og bíða svo spenntir eftir keppninni í kvöld þegar stókostlega spesíukúlan LorEEn stígur á svið og flytur nornaseiðs trukkaslagarinn sinn Euforia, fyrir hönd sænsku þjóðarinnar. Fílarnir geta ekki BEÐIÐ. ADHD kisan er nú þegar búin að sauma sér spes svíþjóðar nærbuxur og hyggst klæðast þeim í kvöld til heiðurs sænsku þjóðinni.
Ef við hlaupum hratt yfir fyrri undankeppnina þá komust Litlir Bleikir Fílar af eftirfarandi niðurstöðum:

Svartfjallaland
Maður sem átti alla möguleika á að "rock the elephants world" en hann var bara semingur í mysing og lítið annað segja um þessi mál. ADHD kisan vildi sjá hann í þessari heitapotts stemmningu á sviðinu en það varð bara ekkert úr því. Sorglegt og leiðinlegt mál.
Axlanudd?
Albanía
Stundum er hægt að vera kona; æpandi, íklædd einhverju sem líkist varahlut í hjólastólalyftu, með sófapullu á hausnum og bitch er bara að OWN-a þetta allt saman í einu kuðli.
Rona(n) Nishilu(Keeting) "ownaði" ekkert á sviðinu í Baku nema mögulega þann tilit sem metnaðarfylltist meindýraeyðir keppninnar því hún virðist hafa veitt rottu, geymt hana inní sófapullunni á hausnum sínum og leyft svo halanum að lafa niður úr. Kannski sem skilaboð til hinna rottanna í Baku um að vara sig. Fílarnir eru ekki viss. ADHD kisan sneri bara upp á trýnið og afneitaði Albaníu.
I haz a rat in my hat
Grikkland
Fallegar konur eru fallegar. Skemmtileg staðreynd. Sérstaklega svona miðjarðarhafs, ólívuolíu, Filippo Berio fallegar konur. Og Litlir Bleikir Fílar hafa ekkert út á það að setja. Þær bregða oft fyrir á skjánum, oft í uppþvottaefnisauglýsingum af einhverjum ástæðum en það er líka bara sneddí. En eins og ADHD kisan er all for this þá finnst henni eitt asnalegt og meira segja ljómandi asnalegt. Af hverju þurfa svona fallegar, ólívuolíu gyðjur alltaf að vera bókstaðflega berrassarað, ég-sé-í-rassinn-á-þér, hverjum-ertu-að-ögra, í Júróvisíón? Nei grín og grallaralaust, við vitum að meðalhitastigið í Grikklandi er svona 650 °á selsíus og buxur yfirleitt ekki mikið þarfaþing en kommon. Cover it up lady! 
Rétt upp hönd sem er of fallegur fyrir buxur!
Danmörk
Alanis Morrisett er amerísk/kanadísk/kanadaamerískí og má því ekki taka þátt í Júróvision. Þessi danska dama fannst þetta hin mesta ósanngirni og ákvað að koma sem holdgervingur Morrisett og tjúna smá indie inn í Júrótrashið. Fílarnir fíluðu hana en ADHD kisan fannst hún bara ógisslega mikil ég-elska-Alanis-Morrisett-og-ég-versla-bara-í-Spúútnik-og-hey!-borða-bara-lífrænt-og-fair-trade-muðerfukker.
ADHD kisunni fannst þetta vera eins og illa stíliseruð myndataka fyrir Urban Outfitters og lagið alltof Létt 96,SJÖÖÖööööööÖÖÖÖÖöööööö

Indie Rock goes Euro Trash
Rússland
Ömmur. Engin á rassinum. Ein á kanntinum sem var svona að leiðbeina restinni: löl. 
Fílarnir og ADHD kisan elskuðu þetta og klöppuðu mikið þegar litla babúskan tók út úr ofninum og höfðu gaman af. Ást á ömmur.
STJARNA
Austurríki
Typpaostar. Blikkandi rassgöt. Þreyttasta strippara akt allra tíma. AHDH kisan og fílarnir reyna venjulega ekki að vera svona rosalega leiðinleg en þeim langar bara að senda þessu lagi og þeim sem fluttu það og héldu að þetta myndi heilla einhvern annan en kynferðisafbrotamenn með einbeittan brotavilja: fokka þú þér og þér er ekki boðið í júróvisíón og það er bara rassafýla af þér og þínu krúi. Mamma þín er beygla. Bújakasha.

Beygla með typpaost á tilboði
Írland
ADHD kisan elskar Jedward enda finnst henni hún eiga svo margt sameiginlegt með þeim, sbr. handahlaupin. Litlir Bleikir Fílar halda hins vegar að kisan hafi einfaldlega fengið blýeitrun og sjái bara tvöfalt, greyjið. Hvort sem að það er rétt eða ekki höfðu fílarnir gaman af því þarna var gosbrunnur og þeir fóru inn í gosbrunninn og voru bara massa hressir á kantinum. Ekkert ljótt við það.

Tvíburar-silfur leggins-spandex
Fílarnir nenna ekki að renna í gegnum fleiri lög því þetta er hvort eð er búið og svo er svo stutt í keppnina í kvöld með uppáhalds drottningunni LorEEn og vonandi fleiri berrassöðum miðjarðahafskonum og typpaostum, og illa tentum köllum í heitum pottum og konum í skemmtilega skrýtnum tjáningardönsum og bara fullt af glimmeri. Aldrei of mikið af glimmeri.


Lilla Ísland: smart og fagmannlegt og bara smartness. Litlir Bleikir Fílar og ADHD kisan voru stolt og afsakplega kát yfir að Greta og Jónsi hafi komist áfram. Enda bara smart.
JEIJ!

Fílarnir kveðja og ADHD kisan segir : Hasta la vista baby!
Glöð að vera komin aftur. Djúsí diskó knús

Saturday, April 14, 2012

Lean like a chola

Cholas. Þið vitið kannski ekki hvað það er. Það er allt í lagi. Þær eru ekki til á Íslandi. Og ekki í Danmerkur heldur. Eiginlega ekki neinnstaðar nema á Los Angelse svæðinu í Bandaríkjunum.
Þær eru einkennilegri eintök en skinkur (meira að segja þessar japönsku með límmiðana á enninu-spes)

Cholas eru stelpur sem alast upp í fátækustu og hættulegustu hverfum Los Angelse og eru af innflytjendum frá Mexikó, yfirleitt ólöglegum. Áður fyrr þóttu þær aðeins tengjast Cholos sem eru latneskir innflytjendur sem ganga í glæpaklíkur og halda heilu hverfunum í heljargreipum. Hins vegar virðast svo vera að þær gefa strákunum ekkert eftir. Á undanförnum áratugum hafa þær stofnað sjálfar glæpagengi og geta verið stórhættulegar. Köld eru kvennaráð. Ef þú gengur inn í gengið og svíkur þær síðan, áttu ekki langt eftir. Hins vegar er ekki mikið annað í boði fyrir þessar stelpur; þær verða oftast óléttar ungar, flostna upp úr námi í gagnfræðiskóla og verma biðstofur félagsstofnana. Sem er sorglegt og ömurlegt.
EN ÞÆR ERU MEÐ STÓKOSTLEGUSTU AUGABRÚNIR SEM FÍLARNIR HAFA NOKKURNTÍMANN SÉÐ I HELA LIVET!

Stórmerki og undur

Litlir Bleikir Fílar hafa engan áhuga á að sökkva sér ofan í afbrotahegðun þriðju kynslóðar kvenkyns innflytjenda frá Mið-Ameríku á Vesturströnd Bandaríkjanna upp úr og um miðjan níunda áratug seinustu aldar. Það er fyrir einhvern annan, sú manneskja má til dæmis heita Hlaðgerður eða Brünhildur eða Benedikta. Bara svona uppástungur.
Allavega, aftur að Cholas. Hversu miklir töffarar? (Litlir Bleikir Fílar styðja hvorki ofbeldi né ofplokkun en þeir geta ekki annað en elskað þessar)
Ef þú villt ekki vera memm ertu eiginlega dauð. Ok?
Ef þið hafið áhuga á að taka Chola lúkkið lengra eruði ekki ein um það. Margri í útlöndum kjósa að líta svona út þó þau tengist engum gengjum og eru kannski bara að læra lífeindafræði og vinna á símanum á Hróa Hetti um helgar. En til þess að uppfylla Chola kröfurnar þarftu að vera með eftirfarandi á hreinu:

-Þú þarft að taka á honum stóra þínum og raka af þér augabrúnirnar. Grín og grillaust þá er það lang auðveldasta leiðin, ef þú ætlar að plokka motturnar þínar þá skaltu bara koma þér vel fyrir því það tekur svona átta sólarhringa samfellt.

-Æfa þig að teikna með tússpenna því þessar augabrúna línur verða öðruvísi ekki til. Cholas vilja alltaf vera reiðar og þú verður bara gjöra svo vel að vera alltaf í túrfýlu. (#bannaðaðbrosa@victoriabeckahm)

-Þetta er mjög einfalt: rauður varalitur & svartur varablíantur. Nú eða ef þú villt breyta til og kannski vera sumarleg getur verið með gylltan varalit og dökkbrúnan varablíant-aðeins meira natural, þúst. Þetta er möst og ekki reyna að sleppa þessu því annars kemur einhver Chola og kýlir úr þér framtennurnar-true story.

Gwen Stefani vill vera eins og Chola. Gott hjá henni.
-Flónel skyrta, skopparabuxur, afaklútur og helst einhverskonar skotvopn. Og barn í maganum. Og gervi neglur sem gera öll dagsdagleg verk ómöguleg. 

En öllu gríni sleppt finnst fílunum þær ógeðslega flottar. Þvílíkir kúlistar. Litlir Bleikir Fílar fá það á tilfinninguna að þessar stelpur fái ekki margar silfurskeiðar í lífinu en gera samt eitthvað, reyna sess í þessum ljóta heimi og lifa af. (en þó á  mjög mögulega  ofbeldisfullan og ólöglegan hátt og Litlir Bleikir Fílar eru svo saklausir að þeir vita eiginlega ekkert um þetta. Þeir eru englapiss)
Endum á þessum stelpum sem kalla eflasust ekki allt ömmu sína. 
Litlir Bleikir Fílar ætla reyna að blogga eins mikið og þeir geta en það eru þessi ljótu próf og þá þurfa fílarnir aldeilis að hysa upp um sig böxörnar. Eða meira segja svona klæða sig í buxur og svo hysja þær upp um sig og setja á sig eitthvað sætt belti. Kannski gult. Vitum ekki. Þetta er allt í framtíðinni. Sjáumst þar krakkar-Peace out!



Wednesday, April 4, 2012

Hákarlinn sem fór í gegnum skáargat

Til eru hlutir sem fílarnir hræðast meira en heitan eldinn.

 Í fyrsta lagi eru þeir hrikalegir lofthræddir. Þeir standa helst ekki upp á stólum og sérstaklega ekki í stigum og obbossí! þegar þeir fóru til Nef Jork og fóru upp í stóru flenni bygginguna þá urðu þeir svo skelfingulostnir að þeir þurftu þrefaldan Long Island þegar niður var komið.
Blessunarlega jöfnuðu þeir sig fljótlega eftir það.

Í öðru lagi eru þeim brjálæðsilega illa við lagið úr þættinum X-files. Þeir fá lítinn hroll sem byrjar efst í kannski 2. hryggjarlið og svo seitlast hrollurinn niður eftir mænunni og er orðinn svo kröftugur þegar komið er að rófubeininu að fílunum verður bara illt í rassinum. Tvöföld óþægindi.
Að beygja hnéin er góð æfing
Í þriðja og lang seinasta lagi (þetta verður ekki lengri upptalning, engar áhyggjur) þá eru Litlir Bleikir Fílar, ADHD kisan og konu-uglan sem stendur á bakvið þetta ótrúlega, ofsalega, hræðilega, hrikalega, ömurlega, ofsalega, svakalega, svaðalega, brjálæðislega mjög hrædd við fæðingar.
Já nú koma fram allskonar góðar konur alveg snælduóðar yfir því að Litlir Bleikir dirfist til að segja slæmt orð um þá unaðslegu upplifun sem fæðingin er.
 Vissulega hefur enginn af okkur orðið vitni af alvöru fæðingu: true. 
Og enginn af okkur hefur orðið fyrir getnaði og gengið með barn og fætt það í heiminn: true again. 
Og að sjálfsögðu getum við ekki, þrátt fyrir að vera fríður hópur, alhæft annan eins atburð eins og fæðingu og munu aldrei geta gert það fyrr en við sitjum á þessum bekk með útglennta fæturnar og reynum að deyja ekki úr sársauka: true true trueness.

En...útaf því að við Litlir Bleikir Fílar erum rosalegir pælarar að þá höfum við lagst í ítarlegar rannsóknir á fæðingum og hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Þeir horfðu meira að segja á vídjó af nokkrum aumingjans konum þar sem þær ýmist góluðu eða görguðu á meðan ekkert gerðist. Þetta virtist vera svo ótrúlega sárt og svo kom mynd af klobbanum og bara NADA! Hvað er málið með það? Hveru mikið svindl er það? Svo voru þær búnar að vera svona í kannski marga klukkutíma. Sumir í daga. Hvurs lags kjaftæði á þetta að vera? Á að bjóða mér, háttvirti ungfrúnni, upp á svona horbjóð? 

Almáttugur þetta byrjar ekki vel (nota bene er meðganga víst líka bara afskapalega mikið gubb í gubbi og svo er maður bara að springa. Litlir Bleikir Fílar löbbuðum með körfubolta framan á sér í klukkutíma og voru báðar lafmóðir) 
Nú svo söfnuðu fílarnir í sig kjarki til að horfa á eina fæðingu í heilli lengd (reyndar klippt til, þeir höfðu ekki níu klukkutíma til að sitja og horfa á þetta því miður) Þeir sáu eitthvað lítið komu út, toppurinn á hausnum og greyjið klobbinn alveg hættur að líta út eins og hann gerir vennjulega, blessuð litla buddan. Þá hugsuðu fílarnir með sér:.....,, já nú kemur einhver töng eða sogklukka eða einhver ýtir á takka og þá opnast hurð fyrir krakkann." Nei ekkert svoleiðis gerðist. Þetta litla hélt bara áfram að gægjast út.... ,,Hvað er að gerast?"..., hugsuðu fílarnir með sér. Hvernig kemur blessað krílið út? Og þá byrjaði ævintýrið svona 4realz
Buddan varð bara eins og haus í laginu og þetta litla ponsu sem getur varla höndlað túrtappa vennjulega, það eina sem fílarnir gátu hugsað um var:...
,, EN! EN! SKÓRINN PASSAR EKKI! HANN PASSAR EKKI! TIME OUT! TIME OUT!" 
HÆTTU AÐ TROLLA MIG! HÆTTESSU!

En þá virtist gerast eitthvað mjög blóðugt kraftaverk því það var bara eins og pjallan hafi snúið vörn í sókn og sagt:  HALLÓ BIÐSUR, ÞESSI BUDDA ER ONE SIZE FITS ALL MAÐURFUKKER! 
Hólímólímakkaróní úmbarassa úmbarassa úmbarassassassaaaaaaaa!..........og út kom bara lítill krumpaður sekkur. (það er að segja barnið, það var bara frekar geimverulegt) Svo grenjaði litli köggullinn geðveikislega mikið og konan grenjaði líka og áður en ADHD kisan vissi var hún byrjuð að hágráta og fílarnir klöppuðu bara , agndofa yfir konunni og litlu geimverunni og loks aðalstjörnunni sem var  the pjellz. Sú á hrós skilið. Nei við erum að meina það. Á tímabili leit það út fyrir að það væri verið að reyna að troða hákarli í gegnum skráargat, sem er tæknilega ómögulegt. 
Tom Cruise og Mission Impossible og nælon reipið hans mega bara fara út og éta gras því the budda  er nýja hetjan okkar. Við erum í ævinlegri skuld við allar þær konur sem koma öllum þessum spangólandi krumpukögglum í heiminn. Þið eruð bara vaðandi snillingar, allar sem ein.
Litlir Bleikir Fílar taka hatt sinn niður fyrir hverri þeirri konu sem gerir þetta. 
ADHD kisan tjillar með nýjum vin.

Litlir Bleikir Fílar kveðja í bili. Ofsalega kjútís í dag. Þeir biðja að heilsa ykkur og vona að þið eigið líka svona glimrandi miðvikudag. Blessí.



Tuesday, April 3, 2012

Fullkomin tímaeyðsla

Litlir Bleikir Fílar eyða ómældum tímum á netinu. Þeir viðurkenna það fúslega enda ekki annað í boði. Fólk gæti tekið upp á því að taka tölvuna af fílunum í óformlegri tilraun til að sjá hversu lengi þeir héldu út og þeir myndu mjög líklega kveikja í hárinu á hverjum þeim sem stæði í vegi fyrir því að þeir kæmust á veraldarvefinn. Það er nú bara svoleiðis.
Það yrði svona en samt ekki svona flott. 
Litlir Bleikir Fílar ætla líka viðurkenna að það eru til aðrar heimsíður sem eru jafn skemmtilegar og þessi. Jafnvel betri. Jafnvel betur skrifaðri. Jafnvel aðeins meira örvandi fyrir þenkjandi heilahvelið. 
(En þið lesendur góðir og ég og fílarnir erum greinilega óbjargandi kvikindi svo þið getið bara leyft einhverjum ófyndnari að lesa http://www.guernicamag.com/ sem er menningarrit sem fjallar um pólitík, sögu, bókmenntir og listir......ZZZZZZZzzzzzZZZZZzzzz sorrý við sofnuðum þegar við vorum að skrifa þetta.)

En þær síður sem við lesum mikið eru margar og skemmtilegar og það er barrasta mjög erfitt að velja nokkrar til að gefa ykkur smjörþefinn af netrúnti okkar fyir daginn. 

dlisted er skyldulesning á hverjum degi. Litlir Bleikir Fílar er varla byrjaðir að búa til skúlptúr úr stírunum sínum þegar þeir eru búnir að lesa dágóðan skammt af dlisted. Það er bara svo ógeðslega fyndið og steikt og ósmekklegt og undurfagurt að þeir fá ekki nóg. Þetta er eins og fyrsta sígaretta dagsins fyrir reykingarmenn. Það jafnast bara ekkert á við það. 

whatshouldwecallme þekkja margir núna enda hefur hún farið eins og eldur í sinu um landsmanninn.  Þetta er fullkomin síða fyrir fólk með ADHD enda er lítill sem enginn texti og bara myndbrot úr einhverri snilldinni. Það er erfitt að útskýra þetta nánar, enda kannski útaf því að við vorum að vakna og  þá er bara allt erfitt yfirhöfuð, þiðafsakiðmigpent.

Viceland: DO's and DON'Ts  Ok þetta er eiginlega creme de la creme de la luxe de la mathafakka. Þegar Litlum Bleikum Fílum líður ekki 100% eins og þeir séu bestir í heiminum þá fara þeir inn á þessa síðu og : B-O-B-A þeir eru komnir í stuð. Fólkið þarna inn er náttúrulega ofsalegt flogakast en svo þegar textinn er kominn við þá erum við komin í rússneskan rússíbana. Hólímakkaroní, ADHD kisan velltist yfirleitt um af hlátri og yfirleitt pissar smá í sig sem viðauka. Yfirleitt eru "DO" (eða fyrir ykkur sem eru alþjóðlega fötluð þýðir það smá ,,má" gera eða er ásættanlegt en er í raun yfirleitt bara mynd af sætri stelpu eða tvær sætar stelpur og stundum bara ein sæt stelpa með hund. 
En DON'Ts (það sem má ekki krakkar!!) það er best! Það er svo gott! Of gott gotterí! 

DON'T:

Ef þú lætur tattúera á þig "tramp stamp" og svo engil í kringum það ertu í raun að biðja um nálgunarbann á alla eggjastokka.

DO:
Áður en þú ferð á djammið er mikilvægt að þú finnir þér einn vin sem sér um að henda þér í innkaupakerru og rúlla þér heim á leið. Svo mikilvægt að vera öruggur. Allskonar brjálæðingar í bænum.
shrugging er svo orðin okkur svo kær. Hér er enginn texti svo þú getur svo sem verið ólæs og samt notið þessara snilldar. En hins vegar ef þú ert ólæs ertu kannski ekki mikið á netinu yfirhöfuð. Nú er kisi bara orðinn ringlaður. Allavegana, shrugging er yndisleg síða full af allskonar vitleysu, fullkomin tímaeyðsla. 

Þetta er bara brot af gamaninu. Vitaskuld skoða Litlir Bleikir Fílar tískublögg, en oftast meira bara til að vera handviss um að það sé til smekklegra fólk í þessum heimi en þeir sjálfir. Hæst ber að nefan Elísabet Gunnars sem er vinkona okkar og gæti verið ógeðslega óskarsverðlauna fín ef hún klæddis sig í álpappír með kjúklingaafgöngum á og setti svo umferðarkeilu á hausinn. Hún yrði ekki bara smart, hún yrði ÜBER skvíza og það myndi einfaldlega enda á því að eftirspurn eftir umferðakeilum sem höfuðföt myndi springa út úr öllu valdi og það yrði að hækka öll þök svo fólk gæti sportað umferðakeilunum sínum ógrátandi og án alls vesens. (Núna þegar ég byrja að spá í því þá væri þetta ekki nægilega praktískt og ég bara bið þig Eló mín að láta það vera að gera umferðarkeilur að hátískuhöfuðfötum. Það yrði bara svo mikil mál. Oktakkogblessogþúertsæt)

Hér segir ADHD kisan stopp og biður fílana vinsamlegast um að halda áfram að læra. Háskólanám gerist ekki af sjálfu sér en ef svo væri þá væru fílarnir löngu orðnir sjöfaldir doktorar í lífeðlisefnaheilaheimspeki. But of course.

Þeir kveðja í dag og vona að þið kíkið nú á eitthvað af þessum líka blússandi skemmtilegu síðum sem við bjóðum hér upp á. Þeir óska ykkur góðs þriðjudags (hvernig eru þriðjudagar öðruvísi en góðir??)
AHDD kisan sendir knús


Monday, April 2, 2012

Ósmekkleg og hávær

Þegar maður eru veikur dettur manni ýmislegt mismerkilegt í hug. Eiginlega ekkert. Heilinn er stopp og segir fokkjú maðurfukker. Svo maður snýr sér að tómstundum sem eru álíka heiladauðar og maður sjálfur. Þar kemur jútúb inn í myndina. Litlir Bleikir Fílar horfðu á mögulega sextíuogfimmprósent af öllu því efni sem þar er inná (Ykkur til fræðslu og fróðleiks hlaðast inn fjögurtíuogátta klukkutímar af efni inn á jútúb á hverri mínútu, vása!)
Og hvar á jútúb endar þessi farlama kona sem hér skrifar? Jú, í níunda áratugnum, hvar annars staðar! Auðvitað eru svo margar sjónvarpsperlur sem koma upp í huga þegar æskuáratugurinn ber á góma og hæst ber að nefna stórþáttinn The Nanny. Hún var í algjöru uppáhaldi, skiljanlega. Ósmekkleg og hávær, alveg eins og Litlir Bleikir Fílar!
Þið gætuð haldið að uppáhaldið mitt hafi verið sjálf Nanny en nei það er Mamman og Amman sem Litlir Bleikir Fílar halda ofsalega upp á. Enda á ekki að þurfa tvítóna það neitt að tvær aðrar eins konur sem eru í þetta miklu magni af gylltum nylon fötum verða bókstaflega að vera snillingar. Annað er ekki hægt.
Þessi kona: meistaraverk

Finniði ilmvatnslyktina?
Litlir Bleikir Fílar geta vel hugsað sér að verða svona þegar þeir verða gamla konur (þeir eru sem sagt fílar en geta alveg orðið gamlar konur ef þeim langar...ekki segja að það sé ólógískt....þú ert að lesa blogg sem er stjórnað af ofvirkri kisu með athyglisbrest....líttu í eigin barm/barn/bar)

Þið þekkið öll svona ilmvatnsgulldrottningu. Hún er kannski frænka eða ömmusystir, yfirleitt barnlaus og kannski ekkja en hefur ALDREI sagt skilið við glamúrinn. Hún heldur uppi axlapúðabransanum auk þess að vera með bestu neglurnar í bænum! Og þær eru alltaf naglakkaðar upp að fullkomnun og aðeins í eftirfarandi litum: glamúr gull, Barbie bleikur eða Blóðtappa rautt. Svo að við eyðum ekki meira púðri í að ræða annað en hárið. Ó hárið! Mjög mögulega sofa þær í svona gaurum:
Elegance de luxe-nýja orðið á götunni
Hvað varðar stílinn eru þær fastar einhverstaðar á milli sjöunda og níunda áratugnum en einkunnarorðin eru auðvitað alltaf: Sé það gullitað gervi-efni þá sé það FALLEGT
GOLDEN SHOWER
ADHD kisan varð fyrir miklum áhrifum með þessum glæsilegu konum og ákvað að taka 80's glamúrinn alla leið.
80's kisi er 80's
Litlir Bleikir Fílar þurfa að snúa sér af mikilvægari málum en að uppfylla blogglesningarþarfir yðar, eins og til dæmis að sinna háskólanámi (bömmerr) Þeir ætla þó að reyna að setja hér inn eins mikið og þeir gera en þeir verða þó að segja að hér eru gæði tekin fram yfir magn og þeir reyna eftir bestu getu að gera hina skemmtilegustu lesingu fyrir yður, enda eruð þér, hjartkæri lesandi, hafður á hávegum hjá þessum bleiklituðu fíladýrum. Þeim þykir ákaflega vænt um að þér skuluð nenna að detta sér inn á og lesa það sem þeir hafa að segja. Með öðrum orðum: þú ert kjút og djúsí dúlla og kjallabolla og það er ógeðslega kósý og bjútífúll þegar þú lest blöggið og finnst það líka skemmtilegt fönn.

XóXó (gossip göhrlj)

Monday, March 26, 2012

Nebbakurl

Ok já við erum komin aftur. Snúin tilbaka. Upprisa holdsins og eilíft blögg. Hér erum við samankomin á ný eftir vægast sagt erfiðar stundir að baki. Já Litlir Bleikir Fílar fengu inflúensu. Sem er miklu verra en flensa. Og miklu verra en inúíti. Eiginlega jafn slæmt og ef maður setur flensu og inúíta saman í blandara og smá sellerí með. Útkoman eru veikindi sem ADHD kisan myndi ekki vilja fyrir sinn versta óvin (sem er ákveðinn aðili sem við munum fjalla um seinna, líklegasta á egglosartíma. Þá er tími bræðinnar) 
Eftirfarandi upptalning er hvorki uppspuni né hundraðáttíuogsextán prósent ýkjur heldur heilagur sannleikur og það er eins gott að þið takið eftir því þettar er í fyrsta og eina sinn sem á þessari bloggsíðu eru skrifuð jesúbarns sannleiks orð.
Veikindi sundurliðuð, flokkuð eftir óþægileikastigi:
Höfuðverkur. Eins og Bubbi byggir/Bob the Builder/BubbatheShrimp hafi komið sér fyrir í fremra heilahvelinu mínum og ákveðið að halda byrjendanámskeið í að bora. Sætt af honum.
Ósmekklegur höfuðverkur
Stíflað nef. Já svo(ooo) stíflað. Hversu stíflað segiru? Ógeðslega stíflað mögulega? Já, það er hárrétt hjá þér lesandi góður. Svo stíflað að stíflað klósett myndi stofna stuðningshóp ásamt öðrum stífluðum klósettum og semja baráttulag og syngja það saman í Perlunni á söfunartónleikum fyrir nefið mitt sem var, ef ég hef ekki komið því að enn, var mjög stíflað.

Þessi hefði nú mátt losa um nefið mitt í leiðinni. Sem hún gerði ekki. Biðsa.
Hiti Að vera með ógeðslega háan hita í marga marga daga gerir manni fátt gott. Eiginlega ekki neitt gott. Það er svo ógeðslega aumkunarlegt og kuntulegt og tussulega að vera með háan hita að mér dettur eiginlega ekkert jafn þurrkuntu brussu melluleiðinlegt og að vera með háan hita, í mínu tilfelli, í marga marga langa daga. Svona leið mér og ég er viss um að ég leit svona út líka.
Burning down the house

Restin voru minniháttar ömurleikar sem létu mér líða bæði andlega illa og líkamlega illa. Ég var viðkvæm eins og lítið viðkvæmt eineltis fóstur. Mestur tími minn fór í að pússla, já pússla: ég lýg því ekki. Einu sinni fann ég ekki réttan kubb, leitaði og leitaði. Ekkert gekk, ekkert passaði. Hvað gerði ég? Vennjulega myndi ég taka bræðiskast, safna saman öllu  púslinu og fara út á svalir og henda öllum kubbunum í gamalt fólk sem situr hjá Tjörninni og gefur öndunum brauð. Svo myndi ég horfa á þau gefa öndunum óvart púsl í staðinn fyrir rúsínubrauð, öndin myndi túttna út og blána og kafna og gamla fólkið myndi hringja í Útvarp Sögu, í öngum sínum og ég myndi sitja heima sátt með mín mál. En nei. Ekki á þessum tímapunkti. Ég var svo lítil sál að ég bara fór að gráta. Með tárum og öllum. Bara hágrenjandi horbolti með sár á nebbanum eftir sífelldar snýtingar.....hér var low point fyrir mig og mín veikindi.
Svona leið mér en fjandinn hafi það ég leit ekki svona út.
Nú eru Litlir Bleikir Fílar komnir aftur og eru heldur betur í geggjuðu stuði. Þeir lofa að fá ekki inflúensu aftur í bráð. Tveir skemmtilegir pistlar eru búnir að vera í bígerð undanfarið og bíða þeir spenntir eftir frumsýningu (já ég persónugeri skrifin mín....don't be judger)
ADHD kisan biður að heilsa ykkur. Hún er persnesk í dag. Ekki verra það.


Tuesday, March 13, 2012

Macho does not prove mucho

Stundum verða Litlir Bleikir Fílar lasnir eins og aðrir. Þeir verða voða litlir í sér og afskaplega ljósbleikir, eiginlega fölbleikir- svo það er ekki sjón að sjá þá, litlu greyjin.
Og hvað gerir ADHD kisan þá? Til að hressa upp á fílana sagði hún þeim sögu: ævintýri sem þrjár undurfríðar og últra fabúlush systur sem áttu sér þann draum að giftast prins og flytja til Ammeríku.
Þær hétu: Magdolna ,,Magda", Eva og Zsa Zsa. (Ef við ýtum aðeins á pásu núna og spáum aðeins í því hversu mikið snilldarinnar nafn er það? Zsa Zsa! Zsaaaaa Zsaaaaa, nei ég fæ ekki nóg af því)
Við nennum ekki að rekja alla söguna um systurnar þrjár við ætlum að staldra við nokkra mikilvægar staðreyndir hvað varðar þær. Í fyrsta lagi voru þær sjúkar í að gifta sig. Og ekki gifta sig neitt lágstemmt, neiiii. Zsa Zsa var til dæmis gift Conrad Hilton sem er langafi Paris Hilton. Greinilega varð genablandan aðeins of svakaleg því það verður að viðurkennast að fabúlushið endist ekki niður ættartréið. Sbr. mynd af Paris með rottuhund sem er í sama lit og spray tanið hennar. Epískt fail. Sbr. mynd af Zsa Zsa með hund í stíl við kjólinn sinn, skartgripina, varalit OG bakgrunninn: WINNING
WATCH N' LEARN GUUURL! Watch n' learn.
Ekki eiga hund í sama lit og meikið þitt.
Bleikt on bleikt on bleikt.
Við vorum að tala um brúpkaup og giftingar. Þið vitið hvað Litlir Bleikir Fílar eru áhugasamir um brúðkaup af alls kyns toga. Þeir sitja ekki heima hjá sér alla daga og skoða brúðarkjóla og gera svo: Clear internet history.....það eru lygar.
 Aftur að Zsa Zsa og co. Þær komu til bandaríkjana og áttu sér eitt mottó í lífinu:
Giftast og giftast vel. Og svo ef sú gifting var ekki nægileg vænleg til vinnings þá bara skilja og giftast aftur. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og giftast nýjum. Og skilja. Og vera fabúsh.

Á milli þessara þriggja æðislegu systra urðu heil tuttugu hjónabönd en aðeins eitt barn. Mögulega útaf því að þeim fannst meðganga ekki nógu fabúsh og það gekk ekki upp að vera með ungabarn í loðfeld. Maður spyr sig. En þegar kona sem slík er svona geðveikislega fab týpa þá er maður ekki að spyrja óþarfa spurninga. Hér er Eva Gabor í einhverri brjálæðsilegri múnderingu að gera það sem hún gerði best: Verandi fabúshillí fabúsh og fabalúhú.
SMART EINTAK AF KONU
Zsa Zsa var fræg fyrir að eiga bestu línurnar í húsinu, sérstaklega þegar fólk vildi gera grín af öllum þessum hjónaböndum sem hún átti að baki sér. Fólk getur verið leiðinlega leiðinlegt og ætlað að vera æðislega fyndið og gera grín af þessari fjaðurpennadrottningu en við vitum öll að þeir einstaklingar eru bara alveg LENS á fabúlosití og sitja heima í ílla hnökruðum flíspeysum og drekka ilvolgt pepsí. 
Svona bombaði Zsa Zsa gegn ilvolgum pepsidrykkjukellingum:
,,I'm a marvelous housewife. Every time I leave a man I keep his house."
..Macho does not prove mucho"
,,I want a man who is kind and understanding. Is that too much to ask of a millionaire?"
......megum við segja: 
númer 1): HA HA!
 númer 2): SNILLINGUR 
númer 3): FABÚSH!
Eva og Zsa Zsa í pallíettum. Það er allt og sumt.
Ef Litlir Bleikir Fíla verða einhvertímann eldri (oh no I din't) fönguleg kona sem er ennþá með fallega leggi og brjálæðsilegan húmor fyrir sjálfum sér myndu þeir óska sér að vera alveg eins og Zsa Zsa; búa í Bel Air og bara vera flottust. Ganga í beislituðum silkiblússum með eyeliner ofan á eyeliner ofan í eyeliner og bara lounge-a við sundlaugina með smáhundunum mínum, heimtandi að olíuborni sundlaugastrákurinn (the pool boy) veiði stanslaust upp ósýnileg laufblöð úr lauginni á meðan ég drekk rammsterkan Appletini með bleikri sólhlíf og nýt þess að vera simple fabúlushness.
Zsa Zsa að vera Zsa Zsa.
Zsa Zsa hefur meira að segja einu sinni verið handtekin útaf því að hún sló lögregumann utan undir. (ok...HA HA HA) Ef sá lögreglumaður átti þennan kinnhest ekki hundraðsextíuogníu prósent skilið þá veit ég ekki hvað. Hann var ekki að virða fabið sem Zsa Zsa er, hann var ekki að höndla fabið og þá er bara eitt til ráða: slá þennan maðurfukker aftur til raunveruleikans. Bara beint á túllann. Já hún Zsa Zsa lætur sko ekki vaða yfir sig ónei, þú færð á einn á snúðinn ef þú heldur öðru fram.
BITCH PLEASE
Litlir Bleikir Fílar kveðja hér með í dag. Þeim líður örlítið betur en það er einungis útaf því að þeir fengu smjörþefinn af Gabor systrunum og það er allra meina bót. ADHD kisan er ekki frá því að þessi stjörnubragur hafi smitast aðeins yfir á hana. Allavegana er hún byrjuð að vera með stæla og við erum alveg pínulítið að elska það.

Sjáumst vonandi hressari fressingar á morgunn. Þangað til: toooooodloooooo